Spursmál

Ritstjórn Morgunblaðsins
Spursmál

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

  1. 6 DAYS AGO

    #84. - Kjarnorkuástand á þinginu

    For­seti Alþing­is hef­ur beitt kjarn­orku­ákvæði þing­skap­ar­laga gegn minni­hlut­an­um á þingi. Starf­semi þess er í upp­námi í kjöl­farið. Aukaþátt­ur af Spurs­mál­um fer í að greina hina al­var­legu stöðu. Átök milli meiri­hluta og minni­hluta á þingi tóku nýja og óvænta stefnu í kjöl­far þess að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og einn af vara­for­set­um Alþing­is, frestaði þing­fundi á tólfta tím­an­um síðastliðið miðviku­dags­kvöld. Í kjöl­farið flutti Kristrún Frosta­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, for­dæma­laust ávarp þar sem hún lýsti því yfir að meiri­hluti þing­heims hefði tek­ist á hend­ur það hlut­verk að verja ís­lenska lýðveldið gegn minni­hlut­an­um. Hild­ur Sverr­is­dótt­ir mæt­ir í Spurs­mál og ræðir aðdrag­and­ann að þess­ari at­b­urðarás og eft­ir­leik henn­ar. Reynslu­bolt­ar kallaðir á vett­vang Að loknu sam­tali við Hildi mæta þeir Guðmund­ur Árni Stef­áns­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráðherra og Ein­ar K. Guðfinns­son fyrr­ver­andi ráðherra og for­seti Alþing­is. Þeir hafa marga fjör­una sopið í hinni ís­lensku póli­tík og þekkja sög­una langt aft­ur. Fróðlegt verður að heyra þeirra álit á þeim at­b­urðum sem nú hafa orðið og virðast ætla að móta alla stjórn­má­laum­ræðu í land­inu á kom­andi miss­er­um. Kristrúnu Frosta­dótt­ur var boðið í þátt­inn og gerð til­raun til þess að hafa sam­band við hana sjálfa og aðstoðarmann henn­ar. Það bar eng­an ár­ang­ur.

    1h 27m
  2. 20 JUN

    #82. - Heimsstyrjöld ólíkleg, borgin skrefuð og allir á Swingers club

    Ólík­legt er að átök­in milli Írans og Ísra­els breiðist út í Mið-Aust­ur­lönd­um. Fyrr­nefnda ríkið virðist ein­angrað og án vina. Hins veg­ar er Banda­ríkja­for­seta vandi á hönd­um heima fyr­ir í ljósi þeirra yf­ir­lýs­inga sem hann hef­ur áður gefið um að hann vilji forðast að Banda­rík­in drag­ist inn í átök í fjar­læg­um álf­um.  Þetta er mat Al­berts Jóns­son­ar, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um. Hann er gest­ur Spurs­mála þenn­an föstu­dag­inn og ræðir hin skæðu átök sem nú standa yfir milli Ísra­els og Íran. Í þætt­in­um er einnig rætt við Sig­urð Boga Sæv­ars­son, blaðamann á Morg­un­blaðinu, sem fyr­ir þrem­ur árum tók að ganga göt­ur Reykja­vík­ur og skrá hjá sér um­ferð þá. Fyrr í júní lauk hann svo við að ganga þær all­ar. Í viðtal­inu upp­lýs­ir Sig­urður Bogi hversu marg­ar göt­urn­ar eru og er ekki ólík­legt að ein­hverj­um komi á óvart hversu marg­ar göt­ur prýða land Reykja­vík­ur. Frétt­ir vik­unn­ar eru svo ekki langt und­an og á vett­vang mæta þau Sig­mar Vil­hjálms­son, at­hafnamaður í Minig­arðinum og víðar, og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. Hún legg­ur senn í vík­ing til Banda­ríkj­anna þar sem hún hyggst setj­ast á skóla­bekk. Þrátt fyr­ir það er póli­tík­in ekki langt und­an og umræðurnar fóru um víðan völl. Meðal annars að skemmtilegum stað í NY sem ber nafnið Swingers club.

    1h 38m
  3. #79. - Aðvörun Fertrams og tekist á um búvörulög

    30 MAY

    #79. - Aðvörun Fertrams og tekist á um búvörulög

    Þau Hulda Bjarna­dótt­ir, for­seti Golf­sam­bands Íslands, og Sölvi Tryggva­son, hlaðvarps­stjórn­andi og fjöl­miðlamaður, ræða frétt­ir vik­unn­ar. Ber þar margt á góma, meðal ann­ars sal­an á Íslands­banka þar sem þúsund­ir Íslend­inga keyptu fyr­ir litl­ar 20 millj­ón­ir hver eins og ekk­ert væri. Þá mæta þau til leiks Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, og Mar­grét Ágústa Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands. Þau tak­ast á um breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um og hvort rétt hafi verið að taka úr sam­bandi til­tek­in ákvæði sam­keppn­islaga þegar afurðastöðvar í kjötiðnaði eru ann­ars veg­ar. Stór orð hafa verið höfð uppi um það mál á und­an­förn­um mánuðum, ekki síst eft­ir að héraðsdóm­ur felldi dóm um að breyt­ing­ar á lög­gjöf­inni hefðu gengið í ber­högg við stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins. Hæstirétt­ur sneri þeim dómi fyr­ir nokkru og hafa ýms­ir þurft að éta ofan í sig stór­yrði sem byggðu á dómi hins lægra setta dómsvalds. Í lok þátt­ar­ins er rætt við Guðmund Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóra og stofn­anda Kerec­is. Hann seg­ir dimmt yfir at­vinnu­mál­um á Vest­fjörðum í kjöl­far þess að rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ir til­kynnti að hún hyggðist tvö­falda veiðigjöld á út­gerðina í land­inu. En rætt er við Guðmund um fleiri spenn­andi mál, meðal ann­ars hvort ske kynni að annað fyr­ir­tæki á borð við Kerec­is leyn­ist meðal þeirra hundruða ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja sem starf­andi eru í land­inu.

    2h 9m

Ratings & Reviews

4.3
out of 5
24 Ratings

About

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur á mbl.is Þar eru stóru mál samfélagsins krufin með afdráttarlausum hætti undir stjórn Stefáns Einars Stefáns­sonar sem fær til sín valinkunna gesti í settið alla föstudaga kl. 14. Fylgstu með lifandi, fjölbreyttri og kraftmikilli umræðu í Spursmálum á mbl.is.

You Might Also Like

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada